Rústa samgöngur landsbyggðinni

Hvað sagði Þorleifur á Hólum í Hornafirði í Kastljósþætti Sjónvarpsins? Hvað fékkst með samgöngubótunum?

Hver sá það fyrir að bættar samgöngur ætti eftir að rústa mjólkuframleiðslu á landsbyggðinni. Því miður eru bættar samgöngur farnar að bæta í óskynsamlegar ákvarðanir Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, en nóg var þar fyrir. Stjórnendur þess fyrirtækis,sem eru harla aldurshnignir, virðast alls ekki gera sér grein fyrir að  þeirra eru í engum takti við raunveruleikann og það tímaskeið sem nú varir. Hver dómurinn fellur af öðrum um sekt fyrirtækisins í málaferlum við fyrrum viðskiptamenn og samkeppnisyfirvöld. Þarf ekki einhverja endurnýjunnar við þegar stjórnendurnir hafa gert sig seka um refsivert háttalag samkvæmt dómi Hæstaréttar og að samkeppnisyfirvöld þurfi að vaka yfir fyrirtækinu og ráðast þar inn til húsrannsóknar.

Mjólkursamsalan í Reykjavík er öflugt fyrirtæki, með engar skuldir, en eignir upp á tugi milljarða. Slíkt fyrirtæki hefur skyldur gagnvart samfélaginu langt umfram það að selja dýrustu mjólkurafurðir í Evrópu, ekki síðst í ljósi þess að hafa algjöra einkunnarstöðu á íslenskum mjólkurmarkaði í krafti fjármagns og nauðskyldu bænda. Það er kominn tími til að Mjólkursamsalan axli samfélagslega ábirgð og geri sér grein fyrir að ríkið leggur mikla fjármuni til mjólkurframleiðslu í hinum dreifðu byggðum landsins-til þess að byggð haldist í landinu. Það mun leiða eitt af öðru ef einkunnarfyrirtækið Mjólkursamsalan í Reykjavík gerir sér ekki grein fyrir þessari staðreynd. Með aðgerðum sínum veikir Mjólkursamsalan sannfæringu almennings og stjórnvalda að ástæða sé til að veita mjólkurframleiðendum beingreiðslur til að halda uppi byggð í landinu.

 


mbl.is Vegið að landbúnaði í heilum landsfjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband